Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 12. október 2017 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Townsend er búinn að leika á flesta andstæðinga
Townsend á enn eftir að skora eða leggja upp á tímabilinu, en Crystal Palace er ekki búið að skora eftir sjö umferðir.
Townsend á enn eftir að skora eða leggja upp á tímabilinu, en Crystal Palace er ekki búið að skora eftir sjö umferðir.
Mynd: Getty Images
Skemmtileg tölfræði var að birtast frá EA Sports sem segir til um hvaða leikmenn ensku Úrvalsdeildarinnar hafa leikið á flesta andstæðinga það sem af er tímabils.

Efstu sæti listans koma mörgum eflaust á óvart, þar sem má finna tvo leikmenn úr botnliði Crystal Palace.

Andros Townsend, kantmaður Palace, er á toppnum. Á eftir honum kemur liðsfélagi hans Ruben Loftus-Cheek ásamt norska sóknarmanninum Joshua King og Alex Oxlade-Chamberlain sem fór til Liverpool á lokadegi sumargluggans.

Nathan Redmond, Willian og Riyad Mahrez verma næstu sæti listans og á eftir þeim koma Richarlison, Andre Carrillo og Marcus Rashford.

1. Andros Townsend - 24/30 - 80%
2. Alex Oxlade-Chamberlain - 17/21 - 81%
3. Ruben Loftus-Cheek - 17/23 - 73.9%
4. Joshua King - 17/29 - 58.6%
5. Nathan Redmond - 16/21 - 76.2%
6. Willian - 16/24 - 66.7%
7. Riyad Mahrez - 16/35 - 45.7%
8. André Carrillo - 15/26 - 57.7%
9. Richarlison - 15/28 - 53.6%
10. Marcus Rashford - 14/29 - 48.3%
Athugasemdir
banner
banner
banner