Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 12. október 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Wenger: Gætum selt Alexis Sanchez og Özil
Wenger vonast til að leikmennirnir skrifi undir.
Wenger vonast til að leikmennirnir skrifi undir.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið muni mögulega selja Alexis Sanchez og Mesut Özil í janúar ef þeir skrifa ekki undir nýja samning fyrir þann tíma.

Báðir leikmenn verða samningslausir næsta sumar og gætu þá farið frítt frá Arsenal.

„Þegar þú ert í þesari stöðu þá skoðum við alla möguleika. Það er mögulegt," sagði Wenger aðspurður hvort leikmennirnir verði seldir í janúar ef þeir framlengja ekki samninga sína.

Umboðsmaður Özil sagði í vikunni að viðræður um nýjan samning gangi vel og leikmaðurinn vilji vera áfram í ensku úrvalsdeildinni.

„Mér skilst það, já," sagði Wenger um þau ummæli. „Ég hef alltaf sagt að þó að við höfum ekki náð samkomulagi á síðasta tímabili þá þýði það ekki endilega að leikmaðurinn fari."

„Báðir leikmennirnir virðast vera ánægðir hér og ég vona að það sé hægt að snúa þessari stöðu við. Í augnablikinu erum við hins vegar ekki nálægt því að tilkynna neitt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner