Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 12. október 2020 22:05
Victor Pálsson
Henderson stefnir á sjö ár til viðbótar
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, stefnir á að spila í sjö tímabil til viðbótar með enska félaginu en hann er nýbúinn að fagna þrítugsafmælinu.

Henderson er enn lykilmaður á miðju Liverpool og hefur fagnað sigri í bæði deild og Meistaradeild síðustu tvö árin.

Miðjumaðurinn er við hestaheilsu að eigin sögn og er í frábæru líkamlegu standi.

„Ég var að verða þrítugur en líkamlega líður mér eins og ég sé 25 ára. Mér hefur sjaldan liðið betur," sagði Henderson.

„Ég er á góðum stað á ferlinum þegar kemur að líkamlegri heilsu og reynslu, það er engin um það að svo stöddu."

„Ég vil spila eins lengi og ég get. Ég elska leikinn og vil spila fyrir bæði Liverpool og enska landsliðið eins lengi og mögulegt er."

„Vonandi næstu sex eða sjö árin þá get ég enn spilað í hæsta gæðaflokki."

Athugasemdir
banner
banner