Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. október 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Aukin öryggisgæsla á Wembley
Mynd: Getty Images
Lögreglan í Lundúnum verður með meiri öryggisgæslu en venja er þegar England og Ungverjaland mætast á Wembley í kvöld.

Leikmenn enska liðsins urðu fyrir kynþáttaníð þegar liðin léku í Búdapest í síðasta mánuði og þá fór allt úr böndunum á úrslitaleik EM alls staðar á Wembley í sumar.

Þrátt fyrir að innan við þúsund miðar voru seldir til ungverskra stuðningsmanna er enska fótboltasambandið og lögreglan með öryggisgæslu á háu stigi.

Fleiri lögreglumenn verða á vakt og þeir verða áberandi í kringum Wembley.

Ein af ástæðum þess að fáir Ungverjar verða á leiknum er að krafist er þess að vallargestir sýni fram á bólusetningu. Mest notuðu bóluefnin í Ungverjalandi eru rússneska Spútnik og kínverska Sinovac en þau er ekki samþykkt af breskum stjórnvöldum.
Athugasemdir
banner
banner
banner