Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. október 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Newcastle ætti að leggja áherslu á innanlandsmarkaðinn
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand telur að nýir eigendur Newcastle ættu að leggja áherslu á að fá enska leikmenn til sín frekar en að sækja í stór nöfn að utan.

Í þætti sínum á Youtube, Vibe with Five, mælir Ferdinand með því að Newcastle reyni að kaupa Raheem Sterling, Jesse Lingard og Declan Rice.

„Sterling og Rice yrðu fyrstir á blaði hjá mér. Svo myndi ég reyna að fá Jesse Lingard sem er inn og út hjá Manchester United," segir Ferdinand.

Eftir að Sádarnir keyptu Newcastle hafa nokkur af stærstu nöfnum fótboltaheimsins verið orðuð við félagið en Ferdinand telur skynsamlegast að byrja á innanlandsmarkaðnum.

„Ég myndi leggja áherslu á að reyna að fá bestu ungu leikmenn Englands. Max Aarons hægri bakvörður Norwich og Conor Gallagher eru á lista. Newcastle er enskt félag og ég væri til í að sjá enska leikmenn í stórum hlutverkum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner