Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 12. nóvember 2018 16:40
Magnús Már Einarsson
Besiktas vill kaupa Karius af Liverpool
Loris Karius.
Loris Karius.
Mynd: Getty Images
Besiktas vill kaupa markvörðinn Loris Karius af Liverpool þegar lánssamningur hans rennur út þarnæsta sumar.

Eftir martröð í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor fór Karius til Besiktas á tveggja ára lánssamningi.

Karius hefur haldið einu sinni hreinu í átta leikjum á tímabilinu og á dögunum birtu tyrkneskir fjölmiðlar fréttir um að Besiktas væri að íhuga að senda hann til baka til Liverpool í janúar.

Fikret Orman, forseti Besiktas, hefur blásið á þessar sögusagnir og segir þýska markvörðinn ekki vera á förum.

„Karius er frábær markvörður. Ef Guð lofar þá kaupum við hann. Þessar fréttir eru algjört kjaftæði. Ég bið bara um að við gefið Karius tíma. Karius á verk að vinna en gefið honum tíma," sagði Orman.
Athugasemdir
banner
banner
banner