Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. nóvember 2018 09:18
Magnús Már Einarsson
Clattenburg vildi sjá rautt fyrir brotið á Gylfa
Gylfi í leiknum í gær.
Gylfi í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að Jorginho miðjumaður Chelsea hafi átt að fá rauða spjaldið fyrir ljótt brot á Gylfa Þór Sigurðssyni í markalausu jafntefli gegn Everton í gær.

Smelltu hér til að sjá tæklinguna

Gylfi sást yfirgefa Stamford Bridge í spelku og afar ólíklegt er að hann verði með íslenska landsliðinu gegn Belgíu á fimmtudag eftir þessa ljótu tæklingu.

„Jorginho getur talist heppinn að hafa ekki verið rekinn af velli fyrir tæklingu sína á Gylfa Sigurðsson," sagði Clattenburg.

„Hann var með báðar fætur af jörðinni þegar hann fór í andstæðing sinn. Þetta ógnaði öryggi miðjumanns Everton og hefði því átt að vera rautt spjald."

„Við ættum samt ekki að gagnrýna Kevin Friend fyrir að missa af þessu. Í rauntíma var erfitt að sjá að Jorginho var með báðar fætur af jörðinni. Það sést einungis þegar atvikið er skoðað hægt hversu ljótt brot þetta var."

Athugasemdir
banner
banner
banner