banner
   mán 12. nóvember 2018 17:15
Magnús Már Einarsson
Dani Alves ætlar að spila í ensku úrvalsdeildinni
Alves hefur ekkert spilað á tímabilinu vegna meiðsla.
Alves hefur ekkert spilað á tímabilinu vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Dani Alves, hægri bakvörður PSG, segir ekki mögulegt að ljúka ferlinum án þess að prófa að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Alves spilaði lengi með Barcelona á Spáni sem og Juventus á Ítalíu en hann hefur áður hafnað tilboðum frá Chelsea og Manchester City.

Hinn 35 ára gamli Alves vill spila í ensku úrvalsdeildinni áður en skórnir fara upp á hilluna frægu.

„Hugmyndin að enda ferilinn án þess að spila í ensku úrvalsdeildinni er ómöguleg," sagði Alves.

„Þetta er ótrúlegasti fótbolti í heimi. Stuðningsmenn bera virðingu fyrir leikmönnum og innan vallar er ástríða. Ef ég gæti spilað þar þá væri það frábært. Ég kemst þangað á einn eða annan hátt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner