Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. nóvember 2018 16:20
Magnús Már Einarsson
Dion Acoff leitar fyrir sér erlendis
Dion er eldfljótur.
Dion er eldfljótur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dion Acoff, kantmaður Vals, hefur ákveðið að reyna fyrir sér erlendis og því hefur hann komist að samkomulagi um að losna undan samningi hjá Íslandsmeisturunum.

„Það var endurskoðunarákvæði í samningum sem aðilar nýttu sér," sagði Börkur Edvardsson, formaður meistaraflokksráðs Vals, við Fótbolta.net í dag.

„Hann er að leita fyrir sér erlendis. Ef það gengur ekki einhverja hluta vegna þá ræðum við saman og opnum á möguleikann á að koma aftur."

Dion hefur orðið Íslandsmeistari með Val undanfarin tvö ár en þessi 27 ára gamli Bandaríkjamaður skoraði fjögur mörk í tólf leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. Meiðsli héldu honum frá keppni fyrri hluta sumars.

Dion kom upphaflega til Íslands árið 2015 en hann lék með Þrótti í tvö ár áður en hann fór í Val.

Valsmenn eru ekki á flæðiskeri staddir með kantmenn en Birnir Snær Ingason kom til félagsins á dögunum frá Fjölni og fyrir helgi kom Kaj Leo í Bartalsstovu frá ÍBV. Fyrir hjá félaginu eru kantmennirnir Andri Adolphsson, Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Ingi Halldórsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner