Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. nóvember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Dómari frá Ísrael dæmir leik Íslands og Belgíu
Icelandair
Orel spjadlar Morgan Schneiderlin leikmann Everton í leik í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.
Orel spjadlar Morgan Schneiderlin leikmann Everton í leik í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Orel Grinfeld, frá Ísrael, dæmir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn.

Orel er 37 ára en hann dæmdi í síðasta mánuði leik Real Madrid og Viktoria Plzen í Meistaradeildinni sem og leik AEK Aþenu og Benfica.

Þá dæmdi hann einnig leik Finnlands og Eistlands í C-deild Þjóðadeildarinnar í haust. Leikurinn á fimmtudag verður annar leikurinn hjá Orel í Þjóðadeildinni.

Dvir Shimon og Roi Hassan verða aðstoðardómarar og þeir Eitan Shmuelevitz og Ziv Adler verða aukaaðstoðardómarar.

Íslenska landsliðið kemur saman í Belgíu í dag og tekur fyrstu æfingu fyrir leikinn síðdegis.
Athugasemdir
banner
banner