Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. nóvember 2018 20:57
Fótbolti.net
Franski dómarinn opnar sig - „Ég vildi ekki sparka í hann"
Tony Chapron
Tony Chapron
Mynd: Getty Images
Það muna eflaust margir eftir franska dómaranum Tony Chapron sem komst í fréttirnar fyrir það að sparka í leikmann Nantes áður en hann rak hann af velli. Hann opnaði sig í viðtali við BBC World Football hlaðvarpið á dögunum.

Chapron hóf dómaraferilinn árið 1996 og tókst að dæma í frönsku deildinni, Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og HM hjá yngri landsliðum á ferlinum áður en honum lauk í janúar á þessu ári.

Hann var þá að dæma leik Nantes og PSG í frönsku deildinni er Diego Carlos, leikmaður Nantes, hljóp utan í hann með þeim afleiðingum að Chapron féll til jarðar. Chapron var brugðið og sparkaði í Carlos áður en hann rak hann af velli með sitt annað gula spjald.

Chapron var dæmdur í sex mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu en hann ákvað að leggja flautuna á hilluna eftir atvikið og er að vinna í fjölmiðlum í dag.

„Ég vildi ekki sparka í hann. Þetta hundleiðinlegt því þetta atvikið endaði ferilinn. Það er erfitt að taka þessu eftir 1500 leiki því í augnablikinu þá voru þetta bara viðbrögð," sagði Chapron.

„Ég er mennskur, fann fyrir sársauka og var hræddur. Ég var þreyttur og þetta var ekki hættulegt. Ég datt bara því einhver ýtti mér og viðbrögðin mín voru að setja fótin minn fyrir og segja honum að passa sig."

Hann segir viðbrögðin hörð og jafnvel meiri en þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi í úrslitaleik HM árið 2006.

„Bara þegar maður minnist þess er Zidane skallaði Materazzi í úrslitaleik HM. Hann var frábær leikmaður og jafnvel einn sá besti í heiminum í mörg ár en viðbrögðin við þessu atviki voru ekki nálægt því að vera jafn hörð og þegar horft er á mitt atvik," sagði hann í lokin.



Athugasemdir
banner
banner
banner