Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 12. nóvember 2018 19:21
Fótbolti.net
Fyrrum þjálfari Basel: Shaqiri og Messi eru svipaðir
Xherdan Shaqiri skoraði gegn Fulham
Xherdan Shaqiri skoraði gegn Fulham
Mynd: Getty Images
Thorsten Fink, fyrrum þjálfari Basel í Sviss, gengur svo langt að líkja Xherdan Shaqiri við Lionel Messi hjá Barcelona. Þetta sagði hann í viðtali við ESPN.

Shaqiri hefur verið einhver besti leikmaður svissneska landsliðsins síðustu ár en hann hefur þá spilað með félögum á borð við Bayern München, Basel og Inter.

Hann fór frá Inter til Stoke City árið 2015 en það kom mörgum á óvart í ljósi þess að hann hafði verið einn efnilegasti leikmaður heims og spilað með tveimur stórliðum.

Shaqiri var síðan keyptur til LIverpool í sumar frá Stoke á gjafaverði en hann hefur heldur betur verið að stela sviðsljósinu síðustu vikur og er kominn með sæti í byrjunarliðinu.

Hann hefur spilað 11 leiki og skorað tvö mörk og lagt upp önnur þrjú á þessu tímabili en Fink líkir honum við sjálfan Lionel Messi.

„Cristiano Ronaldo vann fyrir sínum hæfileikum en Lionel Messi fæddist með þá. Hann þarf ekki að vinna fyrir þeim á meðan Ronaldo þarf að vinna í öllu. Þannig eins og ég segi þá fæddist Messi með þá og sömu sögu má segja af Shaqiri," sagði Fink.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner