Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. nóvember 2018 09:39
Magnús Már Einarsson
Hólmbert leikmaður ársins í norsku B-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson, framherji Álasund, var í gær verðlaunaður fyrir að vera leikmaður ársins í norsku B-deildinni eða Obos deildinni.

Hólmbert kom til Álasund frá Stjörnunni síðastliðinn vetur og var fljótur að láta til sín taka í Noregi.

Á þessu tímabili skoraði Hólmbert nítján mörk og var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Tommy Hoiland hjá Viking.

Að auki lagði Hólmbert upp sjö mörk í þeim 28 leikjum sem hann spilaði.

Álasund endaði í 3. sæti í deildinni og fer í umspil um sæti í úrvalsdeildinni.

Hólmbert fékk verðlaun sin afhent fyrir 1-0 útisigur á Strömmen í lokaumferðinni í gær en þar skoraði hann sigurmarkið.


Athugasemdir
banner
banner