Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 12. nóvember 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Jón Óli: Óhrædd við að gefa ungum leikmönnum tækifæri
Jón Óli Daníelsson.
Jón Óli Daníelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Óli Daníelsson var á laugardaginn ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV á nýjan leik. Jón Óli þjálfaði ÍBV frá 2007 til 2014 en á síðasta tímabili var hann aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins.

„Þetta verður mjög erfitt verkefni en það verður gaman," sagði Jón Óli við Fótbolta.net í dag.

„Aðdragandinn var stuttur en við vildum ekki tilkynna um nein mál nema Cloe heldur bíða og koma með eina heilstæða frétt," sagði Jón Óli einnig en fjöldi leikmanna skrifaði undir hjá ÍBV á laugardaginn og fetuðu í fótspor Cloe Lacasse sem framlengdi samning sinn í lok september.

ÍBV endaði í 5. sæti í Pepsi-deild kvenna á síðasta tímabili en aðspurður um markmiðið næsta sumar sagði Jón Óli: „Hjá mér er markmiðið alltaf það sama. Að taka einn leik fyrir í einu og reyna vinna hann."

Breytingar á hópnum
Nokkrar breytingar verð á leikmannahópi ÍBV fyrir næsta tímabil. Sóley Guðmundsdóttir er farin í Stjörnuna og fleiri leikmenn eru á förum.

„Katie Kreautner og Shameeka Fishley verða ekki með okkur né heldur Bryndís Lára (Hrafnkelsdóttir). Rut (Kristjánsdóttir) er óviss hvað hún gerir. Það líka er óljóst hvort Adrienne (Jordan) verði hér næsta sumar," sagði Jón Óli en Adrienne gekk til liðs við ítalskt félag á dögunum.

„Við stefnum að því að bæta við okkur tveimur leikmönnum til viðbótar. Síðan erum við með mjög ungar og efnilegar stúlkur sem munu fá mörg tækifæri næsta sumar. Það er kostur við ÍBV, við erum óhrædd við að gefa ungum leikmönnum tækifæri," sagði Jón Óli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner