Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. nóvember 2018 23:26
Fótbolti.net
Lak Sturridge upplýsingum um félagaskiptin til WBA?
Daniel Sturridge gæti fengið sekt og jafnvel bann fyrir að leka upplýsingum
Daniel Sturridge gæti fengið sekt og jafnvel bann fyrir að leka upplýsingum
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið rannskar nú Daniel Sturridge, framherja Liverpool, en hann er talinn hafa lekið upplýsingum um félagaskipti sín til WBA. Þetta kemur fram í Liverpool Echo.

Sturridge var lánaður til WBA seinni hluta síðasta tímabils en hann hafði verið að fá fáa leiki hjá Liverpool vegna meiðsla og var því ákveðið að gefa honum tækifæri á að spila með WBA.

Enska knattspyrnusambandið rannsakar Sturridge nú þar sem hann er talinn hafa brotið reglur um veðmál. Leikmaðurinn segist sjálfur aldrei hafa veðjað en þrátt fyrir það er hann talinn hafa lekið upplýsingum.

Sturridge átti að hafa ráðlagt vini sínum að veðja á að hann myndi fara til WBA út tímabilið.

Þann 28. janúar bárust mörg veðmál á stærstu veðmálasíður Englands um að Sturridge færi til WBA en þá hafði hann verið sterklega orðaður við Inter á Ítalíu. Stuðullinn á WBA var 66 en snarlækkaði á sólarhring. Stuðullinn var kominn niður í 2,50 á þeim tíma.

Sturridge endaði hjá WBA og nokkrir aðilar urðu ríkari fyrir vikið en Sturridge hefur frest til 20. nóvember til þess að svara knattspyrnusambandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner