Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. nóvember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leno og Emery vildu lengri uppbótartíma
Emery er talsvert líflegri heldur en Arsene Wenger á hliðarlínunni.
Emery er talsvert líflegri heldur en Arsene Wenger á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Arsenal fékk nýliða Wolves í heimsókn í enska boltanum í gær og lentu heimamenn undir snemma leiks.

Úlfarnir voru öflugir í leiknum og náði Arsenal ekki að jafna fyrr en undir lokin þegar fyrirgjöf Henrikh Mkhitaryan endaði í netinu.

„Þeir voru mjög góðir og skipulagðir. Þetta var erfiður leikur þar sem bæði lið fengu góð færi. Við vildum vinna en því miður gerðum við jafntefli," sagði Unai Emery, stjóri Arsenal, eftir leikinn.

Bernd Leno, markvörður Arsenal, telur stigið hafa verið sanngjarnt en hefði viljað lengja uppbótartímann um nokkrar mínútur.

„Það var leikmaður meiddur í tvær eða þrjár mínútur en dómarinn bætti því ekki við. Það er samt augljóslega ekki ástæðan fyrir því að við gerðum ekki betur, við þurfum að laga ýmsa þætti í okkar leik," sagði Leno og tók Emery undir hans orð.

„Við vildum fá meiri uppbótartíma en dómarinn ræður," sagði Emery.
Athugasemdir
banner
banner
banner