Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. nóvember 2018 19:49
Fótbolti.net
Nelson besti nýliðinn í október - 6 mörk í 7 leikjum
Reiss Nelson er að finna sig hjá Hoffenheim
Reiss Nelson er að finna sig hjá Hoffenheim
Mynd: Getty Images
Enski vængmaðurinn Reiss Nelson var í dag valinn besti nýliði októbermánaðar í þýsku deildinni en hann er á láni frá Arsenal hjá Hoffenheim.

Nelson, sem er aðeins 18 ára gamall, var lánaður frá Arsenal í sumar til að fá fleiri mínútur en þar sem Arsenal var með gæðaleikmenn á borð við Henrikh Mkhitaryan, Danny Welbeck, Mesut Özil, Alexandre Lacazette og Pierre Emerick Aubameyang var ákveðið að lána hann til Þýskalands.

Hann hefur heldur betur komið á óvart með Hoffenheim en hann er búinn að skora sex mörk í sjö leikjum sínum með liðinu og þá hefur hann lagt upp eitt mark.

Hann kom einmitt inná sem varamaður gegn Augsburg á dögunum í stöðunni 1-1 og skoraði annað mark Hoffenheim aðeins tveimur mínútum eftir að hafa komið inná.

Tveir af bestu leikmönnum þýsku deildarinnar þetta tímabilið eru enskir en ásamt Nelson þá hefur Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, verið að gera góða hluti en hann er kominn með 5 mörk og 8 stoðsendingar í 17 leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá helstu tilþrif Nelson í október.



Athugasemdir
banner
banner
banner