Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. nóvember 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ribery sló fréttamann eftir tapið gegn Dortmund
Mynd: Getty Images
Franck Ribery, franskur kantmaður FC Bayern, lenti í átökum við franska fréttamanninn Patrick Guillou eftir 3-2 tap Bayern gegn Borussia Dortmund á laugardaginn.

Þýskalandsmeistararnir eru búnir að staðfesta fregnirnar og segja að fundur hafi verið skipulagður til að ná fram sáttum.

Guillou og Ribery hafa þekkst í mörg ár, en sjónarvottur segir Ribery hafa ýtt og slegið til fréttamannsins.

„Franck Ribery hefur sagt okkur frá því að hann lenti í átökum við samlanda sinn Patrick Guillou, sem hann hefur þekkt vel í mörg ár," saði Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, við Bild.

„Þeir hafa komist að samkomulagi um að leysa ágreininginn á lokuðum fundi."

Atvikið á að hafa átt sér stað eftir að Guillou ýjaði að því að Ribery hafi átt sökina á tveimur af mörkum Dortmund í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner