Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 12. nóvember 2018 15:15
Magnús Már Einarsson
Rudiger ósáttur með Bernard: Þetta er grín
Bernard lætur vaða í Rudiger.
Bernard lætur vaða í Rudiger.
Mynd: Getty Images
Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill fá myndbandsdómgæslu í ensku úrvalsdeildina sem fyrst en hann er brjálaður yfir gula spjaldinu sem hann fékk gegn Everton í gær.

Bernard, leikmaður Everton, og Rudiger fengu báðir gult spjald eftir atvik í leik liðanna í gær. Bernard virtist skalla Rudiger sem féll til jarðar.

Kevin Friend, dómari leiksins, sneri baki í atvikið og ákvað að spjalda báða leikmennina.

„Ef við værum með VAR á Englandi þá væri Bernard í vandræðum. Hann dýfði sér og ég sagði honum að standa upp" sagði Rudiger ósáttur eftir leik.

„Þegar ég stóð fyrir ofan hann kom hann af miklu krafti í ennið á mér og ég fæ gult spjald. Að mínu mati er það grín. Ef það hefði verið VAR þá hefði hann verið rekinn af velli."
Athugasemdir
banner
banner
banner