Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. nóvember 2018 23:15
Fótbolti.net
Young í samningaviðræðum við United
Ashley Young í leiknum gegn Manchester City
Ashley Young í leiknum gegn Manchester City
Mynd: Getty Images
Ashley Young, leikmaður Manchester United á Englandi, er í viðræðum við félagið um að framlengja samning hans um eitt ár. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Samningur Young rennur út næsta sumar en Jose Mourinho, stjóri United, vill ólmur halda honum eitt ár til viðbótar.

Young hóf ferilinn hjá Watford þar sem hann gerði fína hluti áður en Aston Villa keypti hann. Hann var lykilmaður í liði Villa sem skilaði honum samning hjá United.

Hann hefur leikið með liðinu í sjö ár, mest megnis sem kantmaður, en undanfarin tvö ár hefur hann fært sig í bakvörðinn. Staða sem hentar honum afar vel.

United vonast til þess að gera eins árs samning við Young eða út næsta tímabil, með möguleika á öðru ári. Hann er einn reynslumesti leikmaður liðsins en hann á 212 leiki og 16 mörk fyrir United.
Athugasemdir
banner
banner
banner