Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. nóvember 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Líklegt byrjunarlið Ungverja gegn Íslandi
Icelandair
Dominik Szoboszlai miðjumaður Ungverja er þeirra vonarstjarna.
Dominik Szoboszlai miðjumaður Ungverja er þeirra vonarstjarna.
Mynd: Getty Images
Willi Orban miðvörður RB Leipzig.
Willi Orban miðvörður RB Leipzig.
Mynd: Getty Images
Ungverjaland og Ísland mætast í Búdapest klukkan 19:45 í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti á EM á næsta ári. Ungverjar hafa spilað 3-5-2 í síðustu leikjum með góðum árangri.

Sjá einnig
Líklegt byrjunarlið Íslands - Hver byrjar á vinstri kantinum?

Ein mesta óvissan í byrjunarliði Ungverja snýr að því hver byrjar með Adam Nagy og Dominik Szoboszlai á miðjunni. David Siger (Ferencvaros) og Zsolt Kalmar (DAC) berjast um sæti þar.

Í vinstri vængbakverði stendur vali á milli Attila Fiola og Filip Holender. Fiola er öflugri varnarlega en Holender er öflugri sóknarlega.

Lykilmenn Ungverja eru markvörðurinn Peter Gulacsi (RB Leipzig), varnarmaðurinn Willi Orban (RB Leipzig) og miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai (RB Salzburg). Fjórir leikmenn í líklegu byrjunarliði Ungverja spila í þýsku úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Uppsveifla hjá Ungverjum - Ný taktík og nýir leikmenn
Athugasemdir
banner
banner
banner