Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. nóvember 2020 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland og Slóvakía fengu síðustu farseðlana á EM
Til hamingju Skotland.
Til hamingju Skotland.
Mynd: Getty Images
Ungverjaland og Norður-Makedónía komust á EM í kvöld með sigrum gegn Íslandi og Georgíu.

Slóvakía og Skotland voru síðustu liðin til að tryggja sér farseðilinn á mótið sem fer fram næsta sumar.

Það var framlengt í báðum þessum leikjum. Slóvakía hafði betur gegn Norður-Írlandi á útivelli þar sem Michal Duris skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Þá hafði Skotland betur gegn Serbíu í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni. David Marshall var hetja Skotlands en hann varði víti Aleksandar Mitrovic í vítakeppninni.

Norður-Írland 1 - 2 Slóvakía (eftir framlengingu)
0-1 Juraj Kucka ('17)
1-1 Sjálfsmark ('87)
1-2 Michal Duris ('110)

Serbía 1 - 1 Skotland
0-1 Ryan Christie ('52)
1-1 Luka Jovic ('90)
Skotar unnu í vítaspyrnukeppni

Önnur úrslit:
Ömurlegur endir og Ísland fer ekki á EM
Umspil fyrir EM: Pandev skaut Norður-Makedóníu á fyrsta stórmótið
Athugasemdir
banner
banner
banner