Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. nóvember 2020 16:00
Örvar Arnarsson
Van de Beek: Er þolinmóður en væri til í að spila meira
Donny van de Beek í landsleiknum í gær.
Donny van de Beek í landsleiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek viðurkennir að hann hefði viljað spila meira fyrir Manchester United það sem af er tímabili.

Þessi 23 ára Hollendingur kom frá Ajax í sumar en hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá United hingað til.

Hann hefur enn ekki byrjað í úrvalsdeildinni en spilað tvo byrjunarliðsleiki í Meistaradeildinni.

Van de Beek skoraði í 1-1 jafntefli gegn Spáni í vináttulandsleik í gær.

„Auðvitað væri ég til í að hafa spilað meira fyrir Manchester United en ég hef samt notið þess að vera þar. Það hefur verið tekið vel á móti mér og allir eru tilbúnir að aðstoða," segir Van de Beek.

„Ég er þolinmóður einstaklingur en auðvitað vonaðist ég eftir meiri spiltíma. Ég tel samt að ég hafi nýtt þær mínútur sem ég hef fengið að ég hef ýmislegt fram að færa fyrir liðið."
Athugasemdir
banner
banner