Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 12. nóvember 2021 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Árni Snær og Hallur áfram hjá ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson og Hallur Flosason leikmenn ÍA hafa náð samkomulagi um að spila með liðinu á næstu leiktíð.

Árni Snær er uppalinn í ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik árið 2009 en hefur verið aðalmarkvörður liðsins frá árinu 2014. Hann lék þrjá leiki á síðustu leiktíð áður en hann sleit hásin og gat því ekki verið meira með.

Hallur er einnig uppalinn á Skaganum en hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki árið 2011. Hann lék aðeins 8 leiki á síðustu leiktíð en hann meiddist á hendi í leik gegn Val.

ÍA leikur í efstu deild á næstu leiktíð eftir að liðið bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner