Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. nóvember 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bale að ná sér af meiðslum og spilar hundraðasta leikinn á morgun
Mynd: EPA
Wales er í baráttu við Tékkland um sæti í umspili fyrir EM á næsta ári.

Þeirra skærasta stjarna, Gareth Bale hefur verið að kljást við meiðsli að undanförnu og hefur ekkert spilað með Real Madrid síðan síðasta landsliðsverkefni lauk.

Hann er hinsvegar að verða klár í slaginn og má búast við því að hann spili gegn Hvíta Rússlandi á morgun.

Bale mun ná merkum áfanga en þetta verður hans hundraðasti leikur fyrir landsliðið.

„Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag sem ég byrjaði á mjög ungur," sagði Bale en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 aðeins 16 ára gamall. Hann hefur skorað 36 mörk í þessum 99 leikjum sem er met hjá Wales.

„Um leið og leikurinn er flautaður á mun ég ekki hugsa um neitt annað en að ná í þrjú stig. Ég vil fá þrjú stig, það yrði besta gjöfin því við þurfum á því að halda," sagði Bale spurður að því hvað væri besta gjöfin sem liðið gæti gefið honum fyrir þennan áfanga.
Athugasemdir
banner
banner
banner