Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fékk skrítin skilaboð frá Tuchel - „Við erum skynsamir"
Christian Pulisic
Christian Pulisic
Mynd: Getty Images
Bandaríski vængmaðurinn Christian Pulisic er allur að koma til eftir meiðsli en hann fær þó ekki að spila eins mikið og hann hefði viljað í verkefni með landsliðinu.

Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska landsliðsins, sagði frá því á blaðamannafundi að Tuchel hefði sent honum skilaboð og sagt honum að fara varlega með Pulisic sem er að stíga upp úr meiðslum.

Þessi skilaboð komu Berhalter á óvart og var ætlunin aldrei að láta Pulisic spila báða leikina.

„Það var svolítið skrítið að heyra þetta frá Tuchel því við erum mjög skynsamir," sagði Berhalter.

„Christian byrjaði æfa þremur dögum fyrir þessa leiki. Fyrir leikinn gegn Malmö í miðri viku og svo náði hann held ég einni æfingu fyrir leikinn gegn Burnley. Þannig hann hefur verið að æfa í fjóra daga og það er almenn skynsemi að þú getir ekki byrjað leikmanni sem hefur bara æft í fjóra daga og verið lengi frá vegna meiðsla."

„Ég skil áhyggjur Tuchel, en hugmyndin var ekki að láta hann spila tvisvar níutíu mínútur í þessari ferð hvort er. Hann byrjar ekki leikinn gegn Mexíkó en vonandi fær hann samt einhverjar mínútur í lappirnar,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner