Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. nóvember 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Fenerbahce segir Özil að einbeita sér að fótboltanum
Mesut Özil er óánægður með spiltímann hjá Fenerbahce
Mesut Özil er óánægður með spiltímann hjá Fenerbahce
Mynd: Getty Images
Þýski fótboltamaðurinn Mesut Özil er allt annað en sáttur með spiltíma sinn hjá tyrkneska félaginu Fenerbahce en Ali Koc, forseti félagsins, svarar honum fullum hálsi í viðtali við sjónvarpsstöð Fenerbahce.

Þessi 33 ára gamli sóknartengiliður samdi við Fenerbahce fyrr á þessu ári eftir að hafa verið utan hóps hjá Arsenal meirihluta síðasta árs.

Hann hefur ekki beint átt draumabyrjun í Tyrklandi og gengið illa að finna sig á vellinum. Þrátt fyrir það er hann með þrjú mörk á þessu tímabili en fær ekki nægan spiltíma að hans mati.

Forseti félagsins sá sig því tilneyddan til þess að ræða stöðu Özil í viðtali við FenerbahceTV.

„Frá byrjun tímabilsins þá hefur Mesut Özil verið líkt við Robin van Persie. Hann vill spila meira en núna þarf hann að einbeita sér að fótboltanum og hætta að hugsa um eigin hagsmuni. Hann þarf að hugsa um að leggja sitt af mörkum til félagsins," sagði Koc.

„Þjálfarinn þarf líka að finna út úr því hvernig hann á að ná því besta úr Özil. Það er ekkert vandamál þó fjölmiðlar haldi öðru fram. Mesut er ósáttur því hann spilar ekki reglulega."
Athugasemdir
banner
banner
banner