Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. nóvember 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvenær er í lagi að þú sért ekki að spila?
Icelandair
Svava Rós
Svava Rós
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán
Andrea Rán
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir hefur verið í hálfgerðri frystkistu hjá félagsliði sínu Bordeaux í Frakklandi. Hún er í íslenska landsliðshópnum þrátt fyrir að hafa einungis spilað 24 mínútur í frönsku deildinni í vetur. Svava spilaði í forkeppni Meistaradeildarinnar í haust en í sjö leikjum hefur hún þrisvar sinnum verið ónotaður varamaður og þrisvar sinnum utan hóps.

Sjá einnig:
Bannaði Svövu að fara til Englands - „Vil ekki pæla í þessu lengur"
„Eitthvað sem hún vonandi nær að leysa á næstu mánuðum"

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum í dag og var spurður út í Svövu. Aðeins um Svövu sem talaði um að hún væri í hálfgerðri frystikistu í Frakklandi. Hvað finnst þér um hennar stöðu hjá Bordeaux?

„Eins og ég hef sagt áður þá er það auðvitað alltaf kjörstaða að leikmenn séu að spila, það hjálpar alltaf til að leikmenn séu í góðri leikæfingu. Svava nær vonandi að losa sig í janúar, fara á lán eitthvað eða fara alveg eitthvað annað. Ég er bjartsýnn á að það takist."

„Það er hægt að tala um þessa hluti fram og til baka varðandi hversu mikið þú þarft að spila. Ég hef t.d. ekki valið Andreu Rán því hún hefur ekki verið að spila neitt undanfarið. Andrea Rán á klárlega heima í hópnum þegar hún er í toppstandi, þá á hún góða möguleika á að vera í hópnum. Það er alltaf spurningin, ertu í góðu liði og æfir með góðum leikmönnum rúmlega 200 æfingar á ári eða ertu í slakara liði og spilar alla leiki. Fyrir unga leikmenn er spurning hvort er betra. Leikirnir skipta máli þá skiptir líka máli að vera í frábæru æfingaumhverfi."


Ætla má að Þorsteinn sé einnig að vísa til þeirrar umræðu sem hefur verið um Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem hefur lítið fengið að spila hjá Bayern Munchen. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er leikmaður Houston Dash og hefur einungis spilað tíu mínútur frá því hún gekk í raðir félagsins snemma í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner