Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. nóvember 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ítölsk og svissnesk dómarasamvinna á sunnudag
Icelandair
Mynd: EPA
Ítalski dómarinn Davide Massa verður með flautuna í lokaleik Íslands í undankeppni HM, leiknum gegn Norður-Makedóníu á sunnudag.

Massa hefur dæmt ýmsa stórleiki í ítölsku A-deildinni og einnig dæmt í Meistaradeild Evrópu.

Landar hans, Daniele Bindoni og Stefano Alassio, verða aðstoðardómarar leiksins en það verða Svisslendingar sem sjá um VAR dómgæslu leiksins.

Sandro Schärer er VAR dómari leiksins.

Ísland hefur aðeins unnið Liechtenstein í undankeppninni en vonandi mun liðið ljúka riðlinum með því að taka sigur gegn Norður-Makedónum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner