Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. nóvember 2021 21:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane bætti met Rooney í kvöld - Fullkomin þrenna
Kane í leiknum í kvöld
Kane í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Harry Kane skoraði þrennu er England vann öruggan sigur gegn Andorra í kvöld 5-0.

Liðið er komið með annan fótinn á HM þar sem liðið þarf bara stig gegn San Marínó í lokaumferðinni til að tryggja sætið.

Þrennan sem Kane skoraði er oft kölluð 'fullkomin þrenna' þar sem hann skoraði fyrsta markið með skalla annað markið með vinstri fæti og það þriðja með hægri fæti.

Eftir leik kvöldsins er hann orðinn markahæsti enski landsliðsmaður frá upphafi í keppnisleik en hann fór uppfyrir Wayne Rooney. Kane hefur skorað 39 mörk í 54 leikjum.

Hann jafnaði fyrrum leikmann Tottenham, Jimmy Greaves í 4. sæti yfir flest landsliðsmörk yfir alla leiki þar með talið æfingaleiki með 44 mörk. Rooney er efstur þar með 53 mörk.


Athugasemdir
banner
banner