fös 12. nóvember 2021 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maguire: Var ekki að beina þessu að neinum
Mynd: EPA
Harry Maguire hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína á tímabilinu með Manchester United.

Gagnrýnin minnkaði ekki er hann skoraði fyrir enska landsliðið í kvöld er liðið sigraði Andorra 5-0.

Hann hefur nú svarað fyrir fagnið en hann segir að ekkert hafi verið á bakvið það.

„Ég var ekki að beina þessu að neinum. Ég renndi mér á hnjánum og augljóslega setti hendurnar fyrir eyrun en nei. Ég er fyrirliði Manchester United, auðvitað fæ ég gagnrýni þegar liðinu gengur illa, ég á von á því en auðvitað var þetta fagn ekki beint að neinum sérstökum," sagði Maguire.

England gerði jafntefli gegn Ungverjalandi í síðustu umferð og Maguire segir að það hafi verið meiri pressa á liðinu að vinna í kvöld.

„Já, en þegar maður spilar fyrir England er alltaf pressa. Það er pressa að vinna alla leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner