Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. nóvember 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Man City tilbúið að selja Sterling - Newcastle vill þrjá frá Man Utd
Powerade
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: EPA
Diogo Dalot til Rómar?
Diogo Dalot til Rómar?
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan föstudag. Sterling, Ndidi, Bale, Kulusevski, Van de Beek og fleiri í slúðrinu í dag. Allt í boði Powerade.

Manchester City er tilbúið að selja Raheem Sterling (26) og eru með 45 milljóna punda verðmiða á honum. (Metro)

Vonir Arsenal um að fá enska landsliðsmanninn hafa aukist þar sem Barcelona er hætt að undirbúa tilboð í hann. (Express)

Xavi, nýr stjóri Barcelona, mun fá innan við 10 milljónir evra til að styrkja leikmannahóp sinn í janúar. (ESPN)

Newcastle vill fá þrjá leikmenn Manchester United í janúarglugganum. Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek (24), enski miðjumaðurinn Jesse Lingard (28) og enski markvörðurinn Dean Henderson (24) eru á blaði. (Mirror)

Real Madrid vill fá nígeríska miðjumanninn Wilfred Ndidi (24) frá Leicester í janúar. (Leicestershire Live)

Tottenham er ekki að undirbúa tilboð í velska vængmanninn Gareth Bale (32) hjá Real Madrid. (Football London)

Jose Mourinho hefur áhuga á að fá bakvörðinn Diogo Dalot (22) til Roma frá Manchester United í janúarglugganum. Portúgalanum hefur ekki tekist að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum. (Calciomercato)

Sevilla vill fá úrúgvæska sóknarmanninn Edinson Cavani (34) frá Manchester United. Hann hefur aðeins byrjað tvo úrvalsdeildarleiki á þessu tímabili. Spænska félagið hefur einnig áhuga á Alexandre Lacazette (30), franska framherjanum hjá Arsenal. (Mirror)

Tottenham hefur áhuga á sænska vængmanninum Dejan Kulusevski (21) hjá Juventus. (Calciomercato)

Arsenal er einnig að skoða Kulusevski sem hefur ekki verið í myndinni hjá Juventus á þessu tímabili. (Sky Italy)

Franski miðjumaðurinn Matteo Guendouzi (22) vill vera áfram hjá Marseille eftir að lánsdvöl hans frá Arsenal lýkur. (RMC)

Aurelien Tchouameni (21), miðjumaður Mónakó, hefur verið orðaður við Manchester United. Franski miðjumaðurinn hefur leikið 20 leiki á tímabilinu. (Express)

Nokkur ensk úrvalsdeildarfélög fylgjast með Dusan Vlahovic (21) hjá Fiorentina. Arsenal, Tottenham og Liverpool hafa öll áhuga á serbneska sóknarmanninum. (TalkSport)

Þýska miðjumanninum Mesut Özil (33) hefur verið sagt að einbeita sér að fótboltanum. Ali Koc, forseti Fenerbahce, gagnrýnir Özil. (Fenerbahce TV)

Barcelona ætlar ekki að semja aftur við brasilíska bakvörðinn Dani Alves (38) sem fáanlegur er á frjálsri sölu. (Goal)

Arsenal hefur áhuga á bandaríska miðjumanninum Tyler Adams (22) hjá RB Leipzig. (Sport Bild)

Chelsea og Atletico Madrid hafa áhuga á ungverska miðverðinum Attila Szalai (23) sem spilar fyrir Fenerbahce. (CNN Turk)
Athugasemdir
banner
banner