banner
   fös 12. nóvember 2021 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ruddist inná völlinn og faðmaði Salah
Mynd: Getty Images
Egyptaland tryggði sér farseðilinn á HM 2022 í kvöld eftir jafntefli gegn Angola.

Angola komst í tveggja marka forystu en Mohamed Elneny miðjumaður Arsenal minnkaði muninn í uppbótartíma í fyrri hálfleik fyrir Egypta eftir sendingu frá Mohamed Salah leikmanns Liverpool.

Egyptaland jafnaði svo metin eftir um klukkutíma leik.

Það kom upp atvik í leiknum þar sem aðdáandi ruddist inná völlinn og stendi í átt að Salah, hann var alveg rólegur yfir þessu og aðdáandinn endaði á því að faðma Salah.

Í kjölfarið komu tveir aðrir sem tóku sjálfu með Salah. Atvikið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner