Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. nóvember 2021 15:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Rúnar Kristins: Kemur alltaf að því að leiðir skilja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson ræddi við Vísi í dag eftir að ljóst varð að Óskar Örn Hauksson væri genginn í raðir Stjörnunannar eftir langa veru hjá stórveldinu í Vesturbæ Reykjavíkur.

„Ég er búinn að þjálfa Óskar mjög lengi. Alls hefur hann verið leikmaður hjá mér í ein 8-9 ár svo þetta er auðvitað erfitt," sagði Rúnar við Sindra Sverrisson á Vísi.

„Það er erfitt að missa mann sem hefur skilað miklu til félagsins, alltaf staðið sig vel, verið lykilmaður og fyrirliði liðsins, en það kemur alltaf að því að leiðir skilja."

Óskar alltaf velkominn í Vesturbæinn

„Við reyndum að halda honum en svo taka menn bara sínar ákvarðanir. Þetta er aldrei auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur, en svo bara gerast þessir hlutir. Við berum engan kala til Óskars. Við erum ofboðslega ánægð með hans framlag til félagsins og hann verður alltaf KR-ingur, vonandi, þó að hann taki þetta hliðarskref í restina og spili með Stjörnunni. Við vonum að honum gangi vel og hann er alltaf velkominn hingað,“ segir Rúnar.

Erfið stund í morgun
„Við áttum ágætis fund í morgun sem var erfið stund og allt það, en svona er þetta bara í lífinu. Við virðum hans ákvörðun og vonum að honum gangi allt í haginn. Maður er aldrei sáttur þegar maður missir góða menn en svona er bara lífið stundum. Menn þurfa að taka sínar eigin ákvarðanir," sagði Rúnar við Vísi.

Óskar, sem er 37 ára, gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2007 en áður hafði hann leikið með Grindavík og uppeldisfélaginu Njarðvík.
Athugasemdir
banner
banner
banner