fös 12. nóvember 2021 15:51
Elvar Geir Magnússon
U21: Hlynsson bræður skoruðu í öruggum íslenskum sigri í Liechtenstein
Icelandair
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
U21: Liechtenstein 0 - 3 Ísland
0-1 Kristian Nökkvi Hlynsson ('15)
0-2 Ágúst Eðvald Hlynsson ('25)
0-3 Brynjólfur Willumsson (f) ('31)

Skoðaðu textalýsingu frá leiknum

Íslenska U21 landsliðið vann 3-0 útisigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM en öll mörkin komu í fyrri hálfleik.

Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrsta mark leiksins og lagði síðan upp annað mark á bróður sinn Ágúst Eðvald. Fyrirliðinn Brynjólfur Willumsson skoraði þriðja mark Íslands með frábæru skoti.

Yfirburðir Íslands voru algjörir frá upphafi til enda en ekkert mark var skorað í seinni hálfleiknum.

Íslenska liðið heldur nú til Grikklands og leikur gegn heimamönnum á þriðjudaginn. Ísland er með sjö stig eftir fjóra leiki, einu stigi á eftir Grikkjum sem eru í öðru sæti riðilsins.

Það má því búast við hörkuleik í Aþenu á þriðjudag.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner