Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. nóvember 2021 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
U21: Sigur hjá Grikkjum og Portúgölum
Goncalo Ramos fagnar hér marki sínu með Fabio Silva og Vitinha
Goncalo Ramos fagnar hér marki sínu með Fabio Silva og Vitinha
Mynd: EPA
Ísland vann góðan 3-0 sigur gegn Liechtenstein í D-riðli undankeppni EM u21 landsliða í dag.

Tveir aðrir leikir voru í þessum riðli þar sem Grikkland, næstu andstæðingar Íslands unnu 2-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi.

Þá vann Portúgal útisigur gegn Kýpur 1-0. Portúgal er með fullt hús eftir fjóra leiki og ekki fengið á sig mark. Grikkir eru í 2. sæti fjórum stigum á undan Kýpur og Íslandi.

Grikkland hefur hinsvegar spilað einum leik meira svo Ísland getur komist í góða stöðu með sigri á þriðjudaginn.

Grikkland u21 2-0 Hvíta-Rússland
1-0 V. Sourlis
2-0 N. Supranovich, Sjálfsmark

Kýpur 0-1 Portúgal
0-1 Goncalo Ramos
Athugasemdir
banner
banner
banner