Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 12. nóvember 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Úti í kuldanum eftir rifrildi við þjálfarann
Mynd: Getty Images
Fabian Ruiz, miðjumaður Napoli, var ekki valinn í spænska landsliðshópinn þar sem hann reifst við Luis Enrique, landsliðsþjálfara Spánar, á EM síðasta sumar.

Þessi 25 ára leikmaður hefur verið einn besti maður Napoli á tíambilinu, hann er með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í fimmtán leikjum í öllum keppnum.

Það kastaðist í kekki milli hans og Enrique í sumar og Fabian er ekki í spænska hópnum sem vann Grikkland 1-0 og mætir Svíþjóð á sunnudaginn.

Ekki er búist við því að Fabian verði valinn í landsliðið í bráð en hann á fimmtán landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner