Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. nóvember 2021 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur að kaupa Karl af Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur Gunnarsson er að ganga í raðir Víkings samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Breiðablik hefur samþykkt tilboð Víkings í leikmanninn. Greint var frá því í Þungavigtinni í gær og var það Kristján Óli Sigurðsson sem sagði frá.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net á Kalli eftir að skrifa undir en hann er nú staddur í verkefni með U21 árs landsliðinu. Breiðablik og Víkingur hafa verið í viðræðum að undanförnu og hafa komist að samkomulagi um kaupverð.

Kristján Óli greindi frá því að tilboðið sem Breiðablik samþykkti hljóðaði upp á 3,3 milljónir króna og Breiðablik fengi 70% af söluverðinu ef Kalli verður seldur til erlends félags.

Samningur Karls við Breiðablik rennur út eftir næsta tímabil og var hann á láni hjá Víkingi á liðinni leiktíð. Með Víkingi varð hann bæði Íslands- og bikarmeistari.

Sjá einnig:
Víkingur í viðræðum við Breiðablik - „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma"


Athugasemdir
banner
banner
banner