Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 12. desember 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Lætin byrjuðu út af ummælum um Zlatan
Powerade
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Sturridge gæti verið á leið í spænska boltann.
Sturridge gæti verið á leið í spænska boltann.
Mynd: Getty Images
Í slúðurpakka dagsins er farið yfir lætin eftir Manchester slaginn sem og helstu félagaskiptasögur.



Lætin eftir grannaslaginn í Manchester byrjuðu þegar leikmenn Manchester City voru að pirra Zlatan Ibrahimovic. „Ibra þú talar mikið en hreyfist lítið," heyrðist áður en lætin byrjuðu. (Marca)

Romelu Lukaku var eins og rugby leikmaður þegar hann reyndi að komast að leikmönnum Manchester City í látunum. (Daily Telegraph)

Enska knattspyrnusambandið ætlar að rannsaka lætin en þar sem ekki eru myndavélar í leikmannagöngunum þá gæti reynst erfitt að sanna eitthvað. (Times)

Olivier Giroud (31), framherji Arsenal, ætlar að skoða möguleika sína í janúar til að eiga meiri möguleika á HM svæði. Everton og West Ham hafa áhuga á honum. (Sun)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Giroud verði ekki seldur í janúar. (Independent)

Arsenal ætla rað gera lokatilraun til að halda Mesut Özil (29) hjá féalginu. Özil verður samningslaus næsta sumar en Barcelona og Manchester United hafa áhuga á honum. (Daily Mirror)

Rithöfundur sem starfaði með Jose Mourinho í nýlegri bók um Portúgalann segir að Gareth Bale (28) gangi í raðir Manchester United næsta sumar. (Daily Express)

Crystal Palace vonast til að fá markvörðinn Diego Lopez (36) frá Espanyol. (Daily Mirror)

Daniel Sturridge (28), framherji Liverpool, gæti farið utan Evrópu í janúar glugganum. Real Betis og Valencia hafa áhuga á honum. (Daily Mail)

Sam Allardyce, stjóri Everton, ætlar að spyrja alla leikmenn Everton hvort þeir vilji vera hluti af framtíðaráætlunum félagsis áður en hann ákveður hvað hann gerir í félagaskiptaglugganum í janúar. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner