Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. desember 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Anna Björk og Rakel yfirgefa Bunkeflo
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskon­urn­ar Rakel Hönnu­dótt­ir og Anna Björk Kristjáns­dótt­ir verða ekki áfram í her­búðum Lim­hamn Bun­keflo í Svíþjóð. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Báðar stefna þær á að vera áfram í atvinnumennsku erlendis en óvíst er hvort það verði í Svíþjóð.

Bunkeflo bjargaði sér frá falli með fjórum sigrum í síðustu fimm umferðunum í Svíþjóð. Rakel skoraði fimm mörk í síðustu sex leikjum tímabilsins og Anna Björk var öflug í vörninni.

Rakel kom til Bunkeflo frá Breiðabliki síðastliðinn vetur en Anna kom til félagsins frá Örebro fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner