Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 12. desember 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
12 dagar til jóla - Heimsliðið: Í markinu stendur...
Hugo Lloris
Ingvar velur Hugo Lloris.
Ingvar velur Hugo Lloris.
Mynd: Fótbolti.net/Samsett
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Ingvar Jónsson markvörður Viborg sér um að velja markvörð heimsliðsins og þar má finna Hugo Lloris markvörð Tottenham og heimsmeistara Frakka.

„Þetta er gríðarlega erfitt val, margir sem koma til greina en eg ætla að velja þann sem mér finnst sjaldan fá þá viðurkenningu sem hann á skilið, Hugo Lloris," sagði Ingvar um val sitt.

„Var geggjaður á HM og verið einn af bestu markmönnum ensku deildarinnar ó mörg ár. Fyrirliði heimsmeistarana og bara frábær markvörður á öllum sviðum, gerir sjaldan mistök og er mikill matchwinner."

„Hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og mér finnst hann klárlega vera einn af bestu markvörðum heims."

Markvörður: Hugo Lloris - Tottenham
31 árs - Á 108 A-landsleiki fyrir Frakkland.

Fimm staðreyndir um Lloris:
- Lloris var mjög efnilegur tennisleikari á yngri árum. Hann var einn sá besti í sínum aldursflokki í Frakklandi áður en spaðinn fór á hilluna á unglingsárum þar sem öll einbeiting fór á fótboltann.

- Móðir Hugo lést árið 2008 en hann ákvað að hafna boði um að taka sér frí frá fótbolta og var mættur í markið í leik hjá Nice tveimur dögum síðar.

- Lloris var mjög nálægt því að ganga í raðir AC Milan rétt áður en hann fór til Tottenham. Christian Abbiati þáverandi markvörður AC Milan vildi ekki fara til Palermo og þá sigldu skipti Lloris í strand.

- Eftir sigur Frakka á HM í sumar var nafni á lestarstöðinni Victor Hugo í París tímabundið breytt í Victor Hugo Lloris til heiðurs markverðinum.

- Gautier Lloris, yngri bróður Hugo, spilar sem miðvörður hjá Nice í frönsku úrvalsdeildinni.

Tilþrif frá besta markverði heims:

Athugasemdir
banner
banner