Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. desember 2018 16:18
Magnús Már Einarsson
Breiðablik í viðræðum við Kwame Quee
Kwame í leik gegn Breiðabliki í undanúrslitum Borgunarbikarsins í sumar.
Kwame í leik gegn Breiðabliki í undanúrslitum Borgunarbikarsins í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er í viðræðum við Kwame Quee leikmann Víkings Ólafsvíkur samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Kwame er sóknarsinnaður miðjumaður en hann hefur leikið með Víkingi Ólafsvík undanfarin tvö tímabil og verið í lykilhlutverki.

Eins og kom fram á Fótbolta.net á dögunum þá hafa fleiri félög í Pepsi-deildinni sýnt Kwame áhuga sem og félög erlendis.

Gísli Eyjólfsson fór frá Breiðabliki til Mjallby á láni í síðustu viku og Kwame gæti hjálpað til við að fylla skarðið sem hann skilur eftir sig. Að auki hafa erlend félög sýnt áhuga á að fá Willum Þór Willumsson frá Breiðabliki í vetur.

Í sumar var Kwame valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni en hann skoraði ellefu mörk með Ólafsvíkingum.

Kwame er 22 ára gamall en hann hefur átt fast sæti í landsliði Sierre Leone að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner