Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. desember 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyrnar lokaðar fyrir Guardiola - „Framtíð Lyon"
Houssem Aouar.
Houssem Aouar.
Mynd: Getty Images
Houssem Aouar, miðjumaður Lyon, hreif Pep Guardiola, stjóra Manchester City, í leik liðanna á dögunum.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Meistaradeildinni en Guardiola fór sérstaklega upp að þessum tvítuga leikmanni eftir leik til að óska honum til hamingju með frammistöðuna.

Upp spruttu sögusagnir vegna þess en forseti Lyon, Jean-Michel Aulas, ætlar ekki að selja þennan efnilega leikmann. Aulas elskar að tala í fjölmiðlum og í viðtali við RMC Sport sagði hann:

„Er Houssem Aouar á förum? Dyrnar eru algjörlega lokaðar. Hann er okkar efnilegasti leikmaður og kemur upp úr akademíunni hérna. Hann er framtíð Lyon."

Aulas svaraði líka spurningum um Memphis Depay, sem hefur verið orðaður við endurkomu til Manchester United. Þegar United seldi hann til Lyon þá fylgdi með klásúla sem gerir United kleift að kaupa hann aftur fyrir ákveðna upphæð.

„Við ætlum að reyna að halda honum eins lengi og við getum. Hann getur hjálpað Lyon að vaxa," sagði Aulas.

Memphis hefur verið sterkur í franska boltanum. Hann gaf á dögunum út þetta rapplag í tilefni þess að hann er kominn með 5 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Á Memphis kannski framtíð í rappinu þegar fótboltaferlinum lýkur?



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner