Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. desember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Framherji Celtic fær frí vegna vandamála
Leigh Griffiths.
Leigh Griffiths.
Mynd: Getty Images
Leight Griffiths, framherji Celtic, hefur fengið leyfi hjá félaginu til að sinna vandamálum utan vallar. Hinn 28 ára gamli Griffiths hefur mikið átt við meiðsli að stríða undanfarna mánuði en Brendan Rodgers, stjóri Celtic, segir að hann fái nú frí til að sinna ýmsum vandamálum utan vallar.

„Leigh hefur átt við ýmis vandamál að stríða undanfarna mánuði. Hann er kominn á það stig að þetta er farið að trufla hann. Við ætlum að gefa honum alla fagmannlega hjálp sem við getum til að koma honum aftur á góðan stað," sagði Rodgers.

„Hann er frábær náungi en fótboltinn og lífið er erfitt fyrir hann í augnablikinu. Við viljum hjálpa honum við það og látum vita þegar hann kemur til baka."

„Ég er mjög náinn honum. Við eigum í góðu sambandi en hann hefur átt við ýmis vandamál að striða fyrir utan fótboltann."

„Mikilvægasta núna hjá stjórum og þjálfurum er að huga að velferð leikmanna. Það er ekki lengur veikleiki að tala um þetta. Hann hefur allan okkar stuðning, frá liðinu, starfsfólkinu og stuðningsmönnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner