Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. desember 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Glenn Hoddle: Ekki góður leikur fyrir endurhæfingu mína
Glenn Hoddle.
Glenn Hoddle.
Mynd: Getty Images
Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður Tottenham, sló á létta strengi eftir að liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Tottenham gerði 1-1 jafntefli við Barcelona þar sem Lucas Moura skoraði jöfnunarmarkið í lokin.

Tottenham þurfti að ná betri eða jafn góðum úrslitum og Inter sem mætti PSV Eindhoven í gær. Inter gerði líka jafntefli og því fór Tottenham áfram

Hinn 61 árs gamli Hoddle fékk hjartaáfall í sjónvarpsstúdíói hjá BT Sport í lok október en hann er á góðum batavegi.

„Þetta var ekki gott fyrir endurhæfinguna mína! Frábær frammistaða, vel gert strákar og verðskuldaður sigur," sagði Hoddle á Twitter í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner