mið 12. desember 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hefði borgað tvöfalt fyrir Alisson"
Alisson og Klopp.
Alisson og Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var hress eftir 1-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær.

Liverpool á markverðinum Alisson mikið að þakka en hann varði á ótrúlegan hátt á ögurstundu. Hann gerði sig stóran þegar Arkadiusz Milik, sóknarmaður Napoli, var kominn í dauðafæri og varði frábærlega. Þetta gerðist þegar uppbótartíminn var nýhafinn.

Alisson var keyptur til Liverpool fyrir tímabilið og hann hefur reynst mjög vel hingað til.

Alisson var keyptur frá Roma fyrir tæpar 70 milljónir punda og var í nokkra daga dýrasti markvörður í heimi, áður en Chelsea keypti Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao. Í viðtali við Jamie Carragher eftir leikinn í gær sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, að hann hefði verið til í að borga tvöfalt meira fyrir Alisson.

„Ef ég hefði vitað að Alisson væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt," sagði Klopp við Carragher.

Liverpool virðist loksins hafa fundið traustan markvörð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner