mið 12. desember 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Meðalmarkvörður væri búinn að fá á sig átta mörkum meira en Alisson
Öflugur.
Öflugur.
Mynd: Getty Images
Brasilíski markvörðurinn Alisson hefur slegið í gegn hjá Liverpool eftir að hann kom til félagsins frá Roma á 66 milljónir punda síðastliðið sumar.

Alisson átti gríðarlega mikilvæga vörslu frá Arkadiusz Milik á lokamínútunni gegn Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Alisson hefur einungis fengið á sig sex mörk í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Tölfræðifyrirtækið Opta hefur reiknað út að meðalmarkvörður væri búinn að fá á sig átta mörkum meira en Alisson hefur gert í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Opta hefur reiknað þetta út frá færum sem andstæðingar Liverpool hafa fengið í leikjum til þessa.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner