Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 12. desember 2018 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: City vann riðilinn - Man Utd tapaði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Síðustu leikjum riðlakeppni Meistaradeildarinnar er lokið og bíða allir nú spenntir eftir drættinum fyrir 16-liða úrslitin.

Bayern sigrar E-riðil eftir fjörugt jafntefli á útivelli gegn Ajax í úrslitaleiknum um toppsætið. Staðan var jöfn þegar Maximilian Wöber var rekinn af velli í liði Ajax, þrettán mínútum áður en Thomas Müller fékk beint rautt spjald fyrir hættuspark.

Dusan Tadic kom heimamönnum yfir á 82. mínútu og var við það að tryggja þeim toppsætið þar til Robert Lewandowski jafnaði úr vítaspyrnu. Kingsley Coman kom Bayern svo yfir áður en Nicolas Tagliafico jafnaði en það var ekki tími fyrir fleiri mörk.

Benfica endar í þriðja sæti riðilsins og fer því í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Leroy Sane skoraði bæði mörk Manchester City sem lenti undir gegn Hoffenheim. Man City vann leikinn og tryggði sér toppsætið, en Lyon og Shakhtar Donetsk gerðu jafntefli í úrslitaleiknum um annað sætið. Lyon gerði fimm jafntefli og endar í öðru sæti.

Juventus og Manchester United töpuðu þá bæði útileikjum sínum gegn Young Boys og Valencia. Rauðu djöflarnir hefðu getað hirt toppsæti H-riðils með sigri en heimamenn í Valencia höfðu betur.

1. styrkleikaflokkur:
Borussia Dortmund
Barcelona
Paris Saint-Germain
Porto
FC Bayern
Manchester City
Real Madrid
Juventus

2. styrkleikaflokkur:
Atletico Madrid
Tottenham
Liverpool
Schalke
Ajax
Lyon
Roma
Manchester United

E-riðill:
Ajax 3 - 3 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('13 )
1-1 Dusan Tadic ('61 )
2-1 Dusan Tadic ('82 , víti)
2-2 Robert Lewandowski ('87 , víti)
2-3 Kingsley Coman ('90 )
3-3 Nicolas Tagliafico ('95)
Rautt spjald: Maximilian Wober, Ajax ('67)
Rautt spjald: Thomas Muller, Bayern ('75)

Benfica 1 - 0 AEK
1-0 Alex Grimaldo ('88 )
Rautt spjald:Konstantinos Galanopoulos, AEK ('87)

F-riðill:
Shakhtar Donetsk 1 - 1 Lyon
1-0 Junior Moraes ('22 )
1-1 Nabil Fekir ('65 )

Manchester City 2 - 1 Hoffenheim
0-1 Andrej Kramaric ('16 , víti)
1-1 Leroy Sane ('46 )
2-1 Leroy Sane ('61 )

H-riðill:
Young Boys 2 - 1 Juventus
1-0 Guillaume Hoarau ('30 , víti)
2-0 Guillaume Hoarau ('68 )
2-1 Paulo Dybala ('80 )

Valencia 2 - 1 Manchester Utd
1-0 Carlos Soler ('17 )
2-0 Phil Jones ('47 , sjálfsmark)
2-1 Marcus Rashford ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner