mið 12. desember 2018 06:00
Magnús Már Einarsson
Tímabilið búið hjá Olsson
Olsson og Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea á sínum tíma.
Olsson og Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Martin Olsson, vinstri bakvörður Swansea og sænska landsliðsins, verður frá keppni fram á sumar eftir að hafa slitið hásin.

Olsson varð fyrir meiðslunum í 3-2 sigri Swansea á Brentford um helgina.

Olsson var í liði Swansea sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Swansea siglir lygnan sjó í 12. sæti Championship deildarinnar í augnablikinu.

Meiðsli á hásin hafa verið algeng hjá félaginu en Leroy Fer og Nathan Dyer áttu við svipuð meiðsli að stríða á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner