Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 12. desember 2024 19:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Gray í miðverðinum hjá Tottenham - Orri Steinn á bekknum
Mynd: Getty Images

Tottenham heimsækir Rangers í Evrópudeildinni í kvöld. Það er mikil miðvarðakrísa hjá liðinu en Archie Gray er í miðverðinum í kvöld ásamt Radu Ragusin.

Rodrigo Bentancur er í banni í úrvalsdeildinni en hann spilar í kvöld. Þá kemur Timo Werner inn í liðið frá tapinu gegn Chelsea í síðustu umferð deildarinnar.

Orri Steinn Óskarsson er að snúa til baka eftir meiðsli og er á bekknum hjá Real Sociedad sem mætir Dynamo Kiev. Elías Rafn Ólafsson er á sínum stað í markinu hjá Midtjylland sem mætir Porto en Kristian Hlynsson er á bekknum hjá Ajax sem mætir Lazio og Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson eru ekki í hópnum hjá Elfsborg.

Sverrir Ingi Ingason er í byrjunarliði Panathinaikos sem mætir TNS í Sambandsdeildinni en Andri Lucas Guðjohnsen er á gekknum hjá Gent sem mætir TSC.


Rangers: Butland; Tavernier, Souttar, Propper, Jefte; Ridwan, Raskin, Diomande; Cerny, Igamane, Bajrami.

Varamenn: Kelly, Barron, Dessers, Cortes, Dowell, Sterling, Balogun, King, McCausland, Fraser, Rice, Curtis. 

Tottenham: Forster; Porro, Dragusin, Gray, Udogie; Bissouma, Bentancur, Maddison; Johnson, Son, Werner. 

Varamenn: Austin, Whiteman, Dorrington, Hardy, Sarr, Bergvall, Kulusevski, Williams-Barnett, Olusesi, Lankshear, Solanke. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner